Sögulegur sigur gegn Noregi

Hólmfríður Magnúsdóttir er hér að skora þriðja mark Íslands.
Hólmfríður Magnúsdóttir er hér að skora þriðja mark Íslands. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Ísland vann glæsilegan og sannfærandi 3:1 sigur á Noregi í undankeppni EM í knattspyrnu á Laugardalsvelli í dag. Noregur hefur unnið allt sem hægt er að vinna í boltanum og ekki oft sem Ísland hefur unnið lið af þeirri stærðargráðu í EM eða HM. Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is.

Byrjun íslenska liðsins var frábær og Hólmfríður Magnúsdóttir skoraði strax á 8. mínútu og Margrét Lára Viðarsdóttir bætti öðru marki við á 15. mínútu. Hólmfríður skoraði annað mark sitt á 32. mínútu en Noregur svaraði ekki fyrr en á 70. mínútu en þar var á ferðinni fyrirliðinn Ingvild Stensland.

Lið Íslands: Þóra B. Helgadóttir - Ólína G. Viðarsdóttir, Sif Atladóttir, Katrín Jónsdóttir, Hallbera Guðný Gísladóttir - Sara Björk Gunnarsdóttir, Katrín Ómarsdóttir, Dóra María Lárusdóttir - Fanndís Friðriksdóttir, Margrét Lára Viðarsdóttir, Hólmfríður Magnúsdóttir.
Varamenn: Guðbjörg Gunnarsdóttir (m), Mist Edvardsdóttir, Málfríður Erna Sigurðardóttir, Guðný Björk Óðinsdóttir, Laufey Ólafsdóttir, Dagný Brynjarsdóttir, Þórunn Helga Jónsdóttir.

Lið Noregs: Ingrid Hjelmseth - Toril Akerhaugen, Maren Mjelde, Ingvild Stensland, Lisa-Marie Woods, Trine Rönning, Isabell Herlovsen, Emilie Haavi, Hedda Gardsjord, Elise Thorsnes, Lene Mikjåland.
Varamenn: Caroline Knutsen (m), Marita Lund, Ingvild Isaksen, Kristine Hegland, Madelaine Giske, Gry Tofte  Ims, Solfrid Andersen.

Ísland 3:1 Noregur opna loka
90. mín. Venjulegur leiktími er liðinn og þremur mínútum er bætt við.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert